Kæri Lars Agnar Tómas Möller skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun