Stál í stál í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. Fréttablaðið/Eyþór Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira