Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Myndir úr kjarnakljúfi tvö. mynd/tepco Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45
300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00