Að gera sitt allra besta Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið?
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar