Sjálfskaparvíti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun