Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 09:00 Donald Trump og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent