Stingum stimplunum í skúffuna og iðkum mannréttindi Ellen Calmon skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun