Sport

Sturla Snær úr leik í St. Moritz | Þátttöku Íslendinganna lokið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sturlu Snæ Snorrasyni tókst ekki að klára fyrri ferðina í aðalkeppninni í svigi karla á HM í alpagreinum í St. Moritz í Sviss í dag.

Sturla Snær hóf leik númer 76 af alls 100 keppendum en tókst ekki að ljúka keppni.

Rétt fyrir brattasta kafla brautarinnar krækti Sturla Snær eitt hlið og var því úr leik.

Sturla Snær náði afar góðum árangri í undankeppninni í gær þar sem hann hækkaði sig um 28 sæti; fór úr 40. sætinu í það tólfta.

Þar með er þátttöku Íslendinga á HM lokið. Í kvöld keyrir hópurinn til München og svo verður haldið heim á morgun.


Tengdar fréttir

Sturla Snær komst áfram í aðalkeppnina

Sturla Snær Snorrason endaði í 12. sæti í undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í dag. Sturla er þar með kominn í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×