Sport

Sturla Snær komst áfram í aðalkeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sturla Snær var með þriðja besta tímann í seinni ferðinni.
Sturla Snær var með þriðja besta tímann í seinni ferðinni. mynd/skíðasamband íslands
Sturla Snær Snorrason endaði í 12. sæti í undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í dag. Sturla er þar með kominn í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.

Sturla ræsti númer 40 en eftir fyrri ferðina var hann búinn að vinna sig upp í 24. sæti.

Seinni ferðin hjá Sturlu var mögnuð, hann átti þriðja besta tímann og vann sig uppí 12. sætið. Hann vann sig því alls upp um 28 sæti.

Fyrir mótið fær Sturla Snær 27.44 FIS punkta sem eru hans bestu FIS punktar erlendis, ásamt því að vera bæting á heimslista FIS.

Jón Gunnar Guðmundsson endaði í 40. sæti og komst ekki áfram í aðalkeppnina.

Kristinn Logi Auðunsson og Magnús Finnsson náðu ekki að klára fyrri ferðina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×