Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 15:09 Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi, en það var árið 1995. vísir/vilhelm Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði, eða frá 14. desember síðastliðnum, og virðist engin lausn vera í sjónmáli nema stjórnvöld komi að deilunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011 og á þessi deila því sér talsverðan aðdraganda. Deiluaðilar hafa árum saman fundað með reglulegu millibili, en farið var í samningaviðræður af fullum krafti árið 2015. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðunum slitnaði í desember það ár og var í kjölfarið gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða.Samningar felldir í tvígang Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri að taka slaginn, og tilkynntu þeir í desember að þeir væru tilbúnir til þess að láta sverfa til stáls. Aldrei kom þó til verkfalls því deiluaðilar komust að samkomulagi 24. júní 2016, sem sjómenn svo felldu í atkvæðagreiðslu um tveimur mánuðum síðar, eða 10. ágúst. Deiluaðilar voru því komnir á byrjunarreit í ágúst í fyrra og sjómenn orðnir verulega gramir. Aftur var farið í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og þann 17. október samþykktu sjómenn með 90 prósent atkvæða að leggja niður störf, tækjust ekki samningar. Samningar náðust ekki og lögðu sjómenn því niður störf 10. nóvember 2016, í fyrsta skipti í fimmtán ár. Verkfallið stóð yfir í fimm daga. Þá var því frestað eftir að kjarasamningar, sem gilda áttu til tveggja ára, náðust. Þó var um skammgóðan vermi að ræða því samningurinn var kolfelldur í atkvæðagreiðslu. Verkfallið stendur enn yfir en samninganefndir sjómanna og útvegsmanna telja sig hafa náð samkomulagi um öll helstu meginatriði – nema þá kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Slíkri kröfu verður hins vegar ekki komið í gegn nema með aðkomu stjórnvalda. Búist er við útspili frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra vegna málsins í dag, nái deiluaðilar ekki saman. Óljóst er á þessum tímapunkti hvers eðlis það verður.Verkföll ítrekað stöðvuð með lagasetningu Sjómenn lögðu síðast niður störf vorið 2001, ef frá er talið verkfall þeirra á þessu ári. Verkfallið árið 2001 var lengsta verkfall sjómanna í sögunni og stóð yfir í sjö vikur, eða allt til 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu og var gerðardómur svo fenginn til þess að leysa úr því. Sjómenn hafa lengi staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni en verkföll þeirra hafa ítrekað verið stöðvuð með lagasetningu, líkt og sjá má hér fyrir neðan, þar sem stiklað er á stóru í gegnum verkföll sjómanna. Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi.2. janúar 1994: Allsherjarverkfall á fiskiskipum. Verkfallið stöðvað með lögum þann 14. janúar.25. maí 1995: Verkfall á fiskiskipum sem stóð yfir í þrjár vikur. Samningar tókust 15. júní.2. febrúar 1998: Sjómenn leggja niður störf en stjórnvöld boða lagasetningu viku síðar. Verkfalli er þá frestað til 15. mars og stóð það yfir í alls þrjár vikur. Lög voru sett á verkfallið. Óvíst er hvort lög verði sett á verkfallið sem nú stendur yfir, eða hvert útspil stjórnvalda verður í þetta sinn, í þessu lengsta verkfalli sögunnar. Búast má við að vendingar verði í deilunni í dag. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði, eða frá 14. desember síðastliðnum, og virðist engin lausn vera í sjónmáli nema stjórnvöld komi að deilunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011 og á þessi deila því sér talsverðan aðdraganda. Deiluaðilar hafa árum saman fundað með reglulegu millibili, en farið var í samningaviðræður af fullum krafti árið 2015. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðunum slitnaði í desember það ár og var í kjölfarið gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða.Samningar felldir í tvígang Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri að taka slaginn, og tilkynntu þeir í desember að þeir væru tilbúnir til þess að láta sverfa til stáls. Aldrei kom þó til verkfalls því deiluaðilar komust að samkomulagi 24. júní 2016, sem sjómenn svo felldu í atkvæðagreiðslu um tveimur mánuðum síðar, eða 10. ágúst. Deiluaðilar voru því komnir á byrjunarreit í ágúst í fyrra og sjómenn orðnir verulega gramir. Aftur var farið í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og þann 17. október samþykktu sjómenn með 90 prósent atkvæða að leggja niður störf, tækjust ekki samningar. Samningar náðust ekki og lögðu sjómenn því niður störf 10. nóvember 2016, í fyrsta skipti í fimmtán ár. Verkfallið stóð yfir í fimm daga. Þá var því frestað eftir að kjarasamningar, sem gilda áttu til tveggja ára, náðust. Þó var um skammgóðan vermi að ræða því samningurinn var kolfelldur í atkvæðagreiðslu. Verkfallið stendur enn yfir en samninganefndir sjómanna og útvegsmanna telja sig hafa náð samkomulagi um öll helstu meginatriði – nema þá kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Slíkri kröfu verður hins vegar ekki komið í gegn nema með aðkomu stjórnvalda. Búist er við útspili frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra vegna málsins í dag, nái deiluaðilar ekki saman. Óljóst er á þessum tímapunkti hvers eðlis það verður.Verkföll ítrekað stöðvuð með lagasetningu Sjómenn lögðu síðast niður störf vorið 2001, ef frá er talið verkfall þeirra á þessu ári. Verkfallið árið 2001 var lengsta verkfall sjómanna í sögunni og stóð yfir í sjö vikur, eða allt til 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu og var gerðardómur svo fenginn til þess að leysa úr því. Sjómenn hafa lengi staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni en verkföll þeirra hafa ítrekað verið stöðvuð með lagasetningu, líkt og sjá má hér fyrir neðan, þar sem stiklað er á stóru í gegnum verkföll sjómanna. Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi.2. janúar 1994: Allsherjarverkfall á fiskiskipum. Verkfallið stöðvað með lögum þann 14. janúar.25. maí 1995: Verkfall á fiskiskipum sem stóð yfir í þrjár vikur. Samningar tókust 15. júní.2. febrúar 1998: Sjómenn leggja niður störf en stjórnvöld boða lagasetningu viku síðar. Verkfalli er þá frestað til 15. mars og stóð það yfir í alls þrjár vikur. Lög voru sett á verkfallið. Óvíst er hvort lög verði sett á verkfallið sem nú stendur yfir, eða hvert útspil stjórnvalda verður í þetta sinn, í þessu lengsta verkfalli sögunnar. Búast má við að vendingar verði í deilunni í dag.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent