Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 11:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Conor McGregor. Vísir/Samsett Getty og Instagram síða Söru Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira