Sport

Freydís Halla hafnaði í 47. sæti | Worley vann gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freydís Halla í brautinni í dag.
Freydís Halla í brautinni í dag. Vísir/AFP
Freydís Halla Einarsdóttir endaði í 47. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú fer fram í St. Moritz í Sviss.

Freydís Halla var í 50. sæti eftir fyrri ferðina en hækkaði sig um þrju sæti eftir síðari ferðina.

Hún var tæpum ellefu sekúndum á eftir sigurvegaranum, Tessa Worley frá Frakklandi. Hún kom í mark á 2:05,55 mínútum og var 0,34 sekúndum á undan hinni bandarísku Mikaela Shiffrin.

Sofia Goggia frá Ítalíu vann bronsverðlaun í greininni en hún var 0,74 sekúndum á eftir Worley. Goggia vann þar með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti.

Þetta voru önnur gullverðlaun Worley á mótinu en hún vann einnig gull í liðakeppni með franska landsliðinu. Shiffrin var tvöfaldur heimsmeistari á HM fyrir tveimur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×