Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 13:34 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Borgunarmálið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Borgunarmálið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira