Ísland hyggst auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum NATO atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 12:32 James "Mad Dog“ Mattis og Guðlaugur Þór Þórðarson. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni. Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni.
Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21