Lars Lagerbäck mættur í vinnuna hjá norska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 14:00 Munu Norðmenn elska Lars Lagerback eins og við Íslendingar? Vísi/EPA Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sjá meira