Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira