Þrjátíu ár liðin frá fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkurkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Thelma Dís Ágústsdóttirr er jafngömul og þegar móðir hennar Björg Hafsteinsdóttir lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 30 árum síðan. Víisir/Eyþór Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira