Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 19:30 Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira