Sport

Elsa Guðrún í 67.sæti í síðustu greininni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elsa Guðrún Jónsdóttir.
Elsa Guðrún Jónsdóttir. Vísir/Getty
Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir lauk í dag keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í norrænum greinum en HM fer að þessu sinni fram í Lahti í Finnlandi.

Elsa Guðrún keppti þá í 10 km ganga með hefðbundinni aðferð hjá konum á HM í norrænum greinum. Aðstæður til keppni í dag voru nokkuð erfiðar en hiti er kominn í Lahti og til skiptist hefur verið rigning eða snjókoma.

Elsa Guðrún Jónsdóttir endaði í 67.sæti. Hún gekk virkilega vel í dag en var orðin nokkuð þreytt þegar kom í seinni hlutann vegna þess hversu þungt færið var.

Elsa Guðrún hefur því lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og hefur staðið sig virkilega vel. Elsa Guðrún hafði áður náði 49. sæti í skiptigöngu og unnið í undankeppnina sem gaf henni keppnisrétt í öllum aðalkeppnum í lengri vegalengdunum. 

Snorri Einarsson keppir á morgun í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og hefst keppnin kl.13:45 að staðartíma (kl.11:45 á Íslandi), en það er síðasta gangan sem íslenskur keppandi tekur þátt í. Snorri hefur rásnúmer 17 og leggur af stað kl.13:53:30 að staðartíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×