Sport

Gylfi Már og María Tinna tvöfaldir meistarar á NM unglinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir efst á palli á NM unglinga um helgina.
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir efst á palli á NM unglinga um helgina. Mynd/Dansdeild HK
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir úr dansdeild HK stóðu sig frábærlega á Norðurlandamóti unglinga um helgina en keppnin fór fram í Kungsör í Svíþjóð.

Gylfi Már og María Tinna urðu tvöfaldir meistarar því þau unnu bæði í látin og standard dönsum. Þau hafa annars verið í svaka stuði árinu 2017.

Gylfi Már og María Tinna unnu tvöfalt á Reykjavíkurleikunum á dögunum, urðu síðan Íslandsmeistarar unglinga í latin dönsum og loks bikarmeistarar í ballroom þar sem þau unnu alla fimm dansana.

Gylfi Már og María Tinna „hituðu upp“ fyrir Norðurlandamótið með því að taka þátt í Copenhagen Open dansmótinu á dögunum.

Þau náðu þar einum besta árangri íslenskra dansara á mótinu með því að komast tvisvar í úrslit. Í tíu dansa keppni náðu þau fimmta sætinu og þau komust síðan á verðlaunapall með því að verða í þriðja sæti í latin keppninni. Frammistaðan tryggði þeim styrktarsamning hjá Paula George.  

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir hafa verið sigursæl undanfarin ár en hægt að er fylgjast með þeim á fésbókarsíðu þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×