Slysaleg spyrna Bacca reyndist sigurmarkið Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 16:05 Bacca rennur í spyrnunni en slapp með skrekkinn. Vísir/Getty Carlos Bacca skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum í 1-0 sigri AC Milan á Sassuolo í dag en heimamenn höfðu stuttu áður misnotað vítaspyrnu. Eftir tap Napoli gegn Atalanta á heimavelli í gær gátu leikmenn AC Milan saxað á liðin fyrir ofan sig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu með sigri í dag en þrjú efstu lið deildarinnar að tímabilinu loknu frá þátttökurétt í þessari sterkustu deild Evrópu. Domenico Berardi misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins fyrir heimamenn en tíu mínútum síðar kom Bacca gestunum frá Mílanó yfir. Það reyndist vera eina mark leiksins og skilaði gestunum stigunum þremur. Bacca hafði svo sannarlega heppnina með sér í vítaspyrnunni er hann rann þegar hann skaut að marki en boltinn rataði á markið og í netið. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahóp Udinese í 0-1 tapi gegn Lazio á Stadio Olimpico í höfuðborginni en þetta var þriðja tap Udinese í röð. Emil tók út leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Stórleikur umferðarinnar fer svo fram klukkan 19:45 í kvöld þegar Inter frá Mílanó tekur á móti Roma en gestirnir frá Róm mega ekki við því að tapa fleiri stigum í eltingarleiknum við Juventus á toppi deildarinnar.Úrslit dagsins: Palermo 1-1 Sampdoria Chievo 2-0 Pescara Crotone 1-2 Cagliari Genoa 1-1 Bologna Lazio 1-0 Udinese Sassuolo 0-1 AC Milan Ítalski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Carlos Bacca skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum í 1-0 sigri AC Milan á Sassuolo í dag en heimamenn höfðu stuttu áður misnotað vítaspyrnu. Eftir tap Napoli gegn Atalanta á heimavelli í gær gátu leikmenn AC Milan saxað á liðin fyrir ofan sig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu með sigri í dag en þrjú efstu lið deildarinnar að tímabilinu loknu frá þátttökurétt í þessari sterkustu deild Evrópu. Domenico Berardi misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins fyrir heimamenn en tíu mínútum síðar kom Bacca gestunum frá Mílanó yfir. Það reyndist vera eina mark leiksins og skilaði gestunum stigunum þremur. Bacca hafði svo sannarlega heppnina með sér í vítaspyrnunni er hann rann þegar hann skaut að marki en boltinn rataði á markið og í netið. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahóp Udinese í 0-1 tapi gegn Lazio á Stadio Olimpico í höfuðborginni en þetta var þriðja tap Udinese í röð. Emil tók út leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Stórleikur umferðarinnar fer svo fram klukkan 19:45 í kvöld þegar Inter frá Mílanó tekur á móti Roma en gestirnir frá Róm mega ekki við því að tapa fleiri stigum í eltingarleiknum við Juventus á toppi deildarinnar.Úrslit dagsins: Palermo 1-1 Sampdoria Chievo 2-0 Pescara Crotone 1-2 Cagliari Genoa 1-1 Bologna Lazio 1-0 Udinese Sassuolo 0-1 AC Milan
Ítalski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira