Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 22:04 Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30