Fótbolti

Dramatík þegar Anderlecht fór áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Zenit og Anderlecht.
Úr leik Zenit og Anderlecht. vísir/getty
Sex leikjum er lokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sænski framherjinn Isaac Kiese Thelin tryggði Anderlecht farseðilinn í 16-liða úrslit þegar hann minnkaði muninn í 3-1 á lokamínútunni gegn Zenit í Pétursborg.

Anderlecht vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en Rússarnir voru sterkari í leiknum í dag. Guiliano kom Zenit 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Artem Dzyuba bætti öðru marki við á 72. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Guiliano öðru sinni. En Thelin reyndist hetja Anderlecht eins og áður sagði.

Rafael Borre skoraði eina markið þegar Villarreal sótti Roma heim. Tapið breytti þó engu um útkomu einvígisins því Rómverjar unnu fyrri leikinn 4-0.

Tvö rauð spjöld fóru á loft þegar APOEL tryggði sig áfram á kostnað Athletic Bilbao. Baskarnir unnu fyrri leikinn 3-2 en Kýpverjarnir sneru dæminu sér í vil með 2-0 sigri í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Osmanlispor 0-3 Olympiakos

Ajax 1-0 Legia

APOEL 2-0 Athletic Bilbao

Roma 0-1 Villarreal

Besiktas 2-1 Hapoel Ber'er Sheva

Zenit 3-1 Anderlecht




Fleiri fréttir

Sjá meira


×