Staðan á toppnum óbreytt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2017 21:17 Aaryn Ellenberg var stigahæst í áttunda sigri Snæfells í röð. vísir/daníel Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan á toppnum breyttist ekkert en þrjú efstu lið deildarinnar unnu öll sína leiki.Skallagrímur gerði góða ferð í Garðabæinn og vann fimm stiga sigur, 79-84, á Stjörnunni. Snæfell vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Njarðvík, 82-55, í Hólminum. Íslandsmeistararnir voru þremur stigum yfir eftir 1. leikhluta, 18-15, en þeir gerðu út um leikinn í næstu tveimur leikhlutum þar sem Njarðvík skoraði aðeins samtals 14 stig. Á endanum munaði 27 stigum á liðunum, 82-55. Aaryn Ellenberg var stigahæst í jöfnu liði Snæfells með 15 stig. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir skoraði 13 stig fyrir Njarðvík. Miklu munaði um að Carmen Tyson-Thomas, stigahæsti leikmaður deildarinnar, lék aðeins í tæpar sjö mínútur í leiknum. Keflavík vann einnig 27 stiga sigur á Grindavík, 60-87, í Röstinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 16 stig og tók átta fráköst í liði Keflavíkur. Allir leikmenn liðsins nema tveir komust á blað í leiknum. María Ben Erlingsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík sem hefur tapað 12 leikjum í röð. Liðið er rótfast við botninn með aðeins sex stig. Mia Loyd var með tröllatvennu þegar Valur vann Hauka, 62-74, á útivelli. Loyd skoraði 22 stig og tók 22 fráköst í leiknum. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti góða innkomu af bekknum og skilaði 12 stigum á rúmum 17 mínútum í liði Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Valskonur eru fjórum stigum á eftir Stjörnunni, sem er í 4. sætinu, og eygja því enn von um að komast í úrslitakeppnina. Nashika Williams skoraði 23 stig og tók níu fráköst í liði Hauka sem situr í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Snæfell-Njarðvík 82-55 (18-15, 26-6, 18-8, 20-26)Snæfell: Aaryn Ellenberg 15/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Berglind Gunnarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Sara Diljá Sigurðardóttir 6, María Björnsdóttir 5/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/6 fráköst.Njarðvík: Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 13/7 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6/8 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 6, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Erna Freydís Traustadóttir 5/5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Björk Gunnarsdótir 3, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2.Grindavík-Keflavík 60-87 (16-16, 8-28, 12-29, 24-14)Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 12, Vigdís María Þórhallsdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skúladóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 1/9 fráköst.Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Ariana Moorer 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3.Haukar-Valur 62-74 (14-18, 7-17, 15-13, 26-26)Haukar: Nashika Wiliams 23/9 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10/8 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 10, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 0/4 fráköst.Valur: Mia Loyd 22/22 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 9/6 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Elfa Falsdottir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan á toppnum breyttist ekkert en þrjú efstu lið deildarinnar unnu öll sína leiki.Skallagrímur gerði góða ferð í Garðabæinn og vann fimm stiga sigur, 79-84, á Stjörnunni. Snæfell vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Njarðvík, 82-55, í Hólminum. Íslandsmeistararnir voru þremur stigum yfir eftir 1. leikhluta, 18-15, en þeir gerðu út um leikinn í næstu tveimur leikhlutum þar sem Njarðvík skoraði aðeins samtals 14 stig. Á endanum munaði 27 stigum á liðunum, 82-55. Aaryn Ellenberg var stigahæst í jöfnu liði Snæfells með 15 stig. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir skoraði 13 stig fyrir Njarðvík. Miklu munaði um að Carmen Tyson-Thomas, stigahæsti leikmaður deildarinnar, lék aðeins í tæpar sjö mínútur í leiknum. Keflavík vann einnig 27 stiga sigur á Grindavík, 60-87, í Röstinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 16 stig og tók átta fráköst í liði Keflavíkur. Allir leikmenn liðsins nema tveir komust á blað í leiknum. María Ben Erlingsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík sem hefur tapað 12 leikjum í röð. Liðið er rótfast við botninn með aðeins sex stig. Mia Loyd var með tröllatvennu þegar Valur vann Hauka, 62-74, á útivelli. Loyd skoraði 22 stig og tók 22 fráköst í leiknum. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti góða innkomu af bekknum og skilaði 12 stigum á rúmum 17 mínútum í liði Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Valskonur eru fjórum stigum á eftir Stjörnunni, sem er í 4. sætinu, og eygja því enn von um að komast í úrslitakeppnina. Nashika Williams skoraði 23 stig og tók níu fráköst í liði Hauka sem situr í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Snæfell-Njarðvík 82-55 (18-15, 26-6, 18-8, 20-26)Snæfell: Aaryn Ellenberg 15/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Berglind Gunnarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Sara Diljá Sigurðardóttir 6, María Björnsdóttir 5/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/6 fráköst.Njarðvík: Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 13/7 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6/8 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 6, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Erna Freydís Traustadóttir 5/5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Björk Gunnarsdótir 3, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2.Grindavík-Keflavík 60-87 (16-16, 8-28, 12-29, 24-14)Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 12, Vigdís María Þórhallsdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skúladóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 1/9 fráköst.Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Ariana Moorer 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3.Haukar-Valur 62-74 (14-18, 7-17, 15-13, 26-26)Haukar: Nashika Wiliams 23/9 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10/8 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 10, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 0/4 fráköst.Valur: Mia Loyd 22/22 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 9/6 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Elfa Falsdottir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira