Sagðir auka hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 15:30 Flugmóðurskipið Liaoning á leið til hafnar eftir æfingar á Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru. Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru.
Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira