Orri Freyr: Æfum spennustigið til að koma í veg fyrir að menn æli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira