Um óháða rannsókn á plastbarkamálinu Jón Atli Benediktsson og Páll Matthíasson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Plastbarkamálið Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun