Endurskoðun peningastefnu er óvissuferð Sigurður Hannesson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun