Hvað er kynbundinn launamunur? Helgi Tómasson skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Algeng skilgreining á kynbundnum launamun er að hann sé prósentutala unnin upp úr launakönnun þar sem borin eru saman laun karla og kvenna. Aðferðin byggir á því að störf, menntun og starfsreynsla séu eins verðlögð hjá öllum einstaklingum í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Laun þessa staðlaða einstaklings eru borin saman við laun karla og kvenna. Munurinn á meðaltölum kynjanna er síðan kallaður kynbundinn launamunur. Þar sem niðurstöður eru yfirleitt þær að það halli á konur er ályktað að öll fyrirtæki og stofnanir mismuni konum (jafnmikið) í launum sem nemur þessari prósentu. Þetta er kolrangt af mörgum ástæðum. Má þar nefna að mikilvægir þættir sem áhrif hafa á laun eru ekki teknir með í reikninginn, s.s. færni, sjálfstæði, frumkvæði, ábyrgð og álag. Þessa þætti er ekki að finna í þeim launakönnunum sem ályktanir um kynbundinn launamun eru dregnar af en í vísindum hagrannsókna og tölfræði eru ýmsar leiðir til að takast á við slíkt. Annar stór galli á þessum könnunum er sá að hópar starfsfólks í mjög mismunandi fyrirtækjum eru lagðir saman. Sá möguleiki er fyrir hendi að ekkert fyrirtæki eða stofnun stundi þá mismunun gagnvart konum sem menn þykjast lesa út úr meðaltalinu um kynbundinn launamun. Gott innlent dæmi er launakönnun á vegum félagsmálaráðuneytisins frá árinu 2006 sem greindi frá meiri kynbundnum launamun á öllum vinnumarkaðnum (15,7%) en á hvorum hluta hans, þ.e. opinbera geiranum (11,8%) og einkageiranum (15,5%). Hluti kynbundins launamunar varð því til í samlagningu þessara tveggja markaða. Eðli vinnumarkaðarins er að laun eru mishá. Sama menntun er misverðmæt í mismunandi fyrirtækjum og stofnunum. Verkaskipting hjóna skiptir einnig máli. Giftir karlar hafa miklu hærri laun en ógiftir á sama aldri og áhrif hjónabands á laun eru miklu meiri hjá körlum en konum. Af framangreindum ástæðum (og fleirum) er sennilegt að vottun fyrirtækja samkvæmt jafnlaunastaðli muni hafa óveruleg áhrif á mat á kynbundnum launamun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Algeng skilgreining á kynbundnum launamun er að hann sé prósentutala unnin upp úr launakönnun þar sem borin eru saman laun karla og kvenna. Aðferðin byggir á því að störf, menntun og starfsreynsla séu eins verðlögð hjá öllum einstaklingum í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Laun þessa staðlaða einstaklings eru borin saman við laun karla og kvenna. Munurinn á meðaltölum kynjanna er síðan kallaður kynbundinn launamunur. Þar sem niðurstöður eru yfirleitt þær að það halli á konur er ályktað að öll fyrirtæki og stofnanir mismuni konum (jafnmikið) í launum sem nemur þessari prósentu. Þetta er kolrangt af mörgum ástæðum. Má þar nefna að mikilvægir þættir sem áhrif hafa á laun eru ekki teknir með í reikninginn, s.s. færni, sjálfstæði, frumkvæði, ábyrgð og álag. Þessa þætti er ekki að finna í þeim launakönnunum sem ályktanir um kynbundinn launamun eru dregnar af en í vísindum hagrannsókna og tölfræði eru ýmsar leiðir til að takast á við slíkt. Annar stór galli á þessum könnunum er sá að hópar starfsfólks í mjög mismunandi fyrirtækjum eru lagðir saman. Sá möguleiki er fyrir hendi að ekkert fyrirtæki eða stofnun stundi þá mismunun gagnvart konum sem menn þykjast lesa út úr meðaltalinu um kynbundinn launamun. Gott innlent dæmi er launakönnun á vegum félagsmálaráðuneytisins frá árinu 2006 sem greindi frá meiri kynbundnum launamun á öllum vinnumarkaðnum (15,7%) en á hvorum hluta hans, þ.e. opinbera geiranum (11,8%) og einkageiranum (15,5%). Hluti kynbundins launamunar varð því til í samlagningu þessara tveggja markaða. Eðli vinnumarkaðarins er að laun eru mishá. Sama menntun er misverðmæt í mismunandi fyrirtækjum og stofnunum. Verkaskipting hjóna skiptir einnig máli. Giftir karlar hafa miklu hærri laun en ógiftir á sama aldri og áhrif hjónabands á laun eru miklu meiri hjá körlum en konum. Af framangreindum ástæðum (og fleirum) er sennilegt að vottun fyrirtækja samkvæmt jafnlaunastaðli muni hafa óveruleg áhrif á mat á kynbundnum launamun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun