Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2017 21:26 Karl Wernersson. Vísir/GVA Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30