Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2017 16:15 Fjör í fluginu. Mynd/ Penelope Louis Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana. WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana.
WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira