Upprætum kynskiptan vinnumarkað Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar