Sport

Snýr aftur eftir hákarlaárás

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þrefaldi heimsmeistarinn Mick Fanning ætlar aftur í sjóinn tveimur árum eftir að hákarl réðst á hann.

Þessi 35 ára gamli Ástrali átti mjög erfitt ár fyrir tveim árum síðan. Þá lifði hann af hákarlaárás og missti bróður sinn. Hann rétt missti líka af sínum fjórða heimsmeistaratitli.

Keppt verður á brimbrettum í fyrsta skipti á Ólympíuleikum eftir þrjú ár. Fanning gæti verið með þar.

„Það var gott að taka frí í fyrra og jafna sig eftir allt sem hafði gengið á. 2015 var mjög erfitt ár og ég var andlega og líkamlega búinn eftir það ár,“ sagði Fanning.

Hann slapp ómeiddur frá hákarlaárásinni í Suður-Afríku. Það er að segja líkamlega en líklega ekki andlega. Fanning sagðist hafa lamið hákarlinn í bakið í átökunum við hann.

Hér að ofan má sjá er hann lenti í átökunum við hákarlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×