Mismundandi andstæðingar gera mótið mjög skemmtilegt í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Hallbera Guðný Gísladóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49