Áhætta á kostnað almennings Oddný G. Harðardóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun