Ráðherra lofar Vestfirðingum Teigsskógi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2017 21:00 Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45
Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30