Marsspá Siggu Kling – Bogmaður: Fólk getur ekki alltaf haldið í við þig 3. mars 2017 09:00 Elsku Bogmaður minn, dívan Tina Turner er einn merkilegasti bogmaður allra tíma að mínu mati og það tímabil sem þú ert að fara inn í núna er hægt að lesa úr setningunni Simply the best eða „einfaldlega bestur“ sem er sungið svo dásamlega af dívunni okkar. Orkan sem verður yfir þér á næstunni stoppar þig ekki í því sem þú vilt gera, alveg sama hvað gerist. Þó þér finnist eins og hlutirnir gerist ekki á þínum hraða þá er það alveg á hreinu að það eru engin mistök í gangi, þú ert að gera hárrétta hluti. Það er alveg sama hvað þú ákveður, þú virðist taka réttu ákvörðunina. Þú þarft að muna að þú ert eini dómarinn yfir lífi þínu og að sjálfsögðu þarft þú að dæma þér í hag. Þessi tími verður svo ótrúlega spennandi og skemmtilegur ef þú ert sjálfum þér trúr. Það er hægt að segja að þú hugsir dálítið öðruvísi en hin stjörnumerkin og þú átt það til að vera aðeins á undan með hugmyndir og skoðanir. Fólk getur ekki alltaf haldið í við þig en það er í þínu eðli að hafa alla í lífspartíi þínu. Þú átt erfitt með að vera leiðinlegur og skaprauna fólki. Þú þarft að nota þína snilligáfu til þess að aftengja þig frá þeim sem spila ekki sömu tegund af músík og þú. Hægt og rólega þarft þú að taka inn nýja orku og nýja vini eða breyta áherslum um hvern þú umgengst ef þér finnst þú vera fastur, því það fer þér svo rosalega illa. Það er búið að vera svo rosalega mikið að gerast síðustu mánuð og mikið álag á þér en auðveldara verður það ekkert, svo þú munt uppskera ríkulega. Þú átt eftir að komast svo langt áfram á kímnigáfu þinni og óvenjulegum hugmyndum að maður getur ekki orðið nema bara hissa. Þú hefur það afl að hafa svo mikið sjálfstraust til að vera algjörlega þú sjálfur bæði í ást og vinnu og þú ert að fara á tímabil sigurvegarans. Ég veit að þetta er kraftmikil spá og mikil jákvæðni í henni fólgin því að það eru sumir þarna úti búnir að vinna yfir sig. Það er mikilvægt fyrir þig elskan mín að hvíla þig til að endurnæra líkama þinn svo þú getir tekið þátt í þessu dásamlega leikriti lífsins, því þar ert þú í aðalhlutverki. Mottó-ið er: Simply the best – hlustaðu helst á þetta lag alla morgna.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Elsku Bogmaður minn, dívan Tina Turner er einn merkilegasti bogmaður allra tíma að mínu mati og það tímabil sem þú ert að fara inn í núna er hægt að lesa úr setningunni Simply the best eða „einfaldlega bestur“ sem er sungið svo dásamlega af dívunni okkar. Orkan sem verður yfir þér á næstunni stoppar þig ekki í því sem þú vilt gera, alveg sama hvað gerist. Þó þér finnist eins og hlutirnir gerist ekki á þínum hraða þá er það alveg á hreinu að það eru engin mistök í gangi, þú ert að gera hárrétta hluti. Það er alveg sama hvað þú ákveður, þú virðist taka réttu ákvörðunina. Þú þarft að muna að þú ert eini dómarinn yfir lífi þínu og að sjálfsögðu þarft þú að dæma þér í hag. Þessi tími verður svo ótrúlega spennandi og skemmtilegur ef þú ert sjálfum þér trúr. Það er hægt að segja að þú hugsir dálítið öðruvísi en hin stjörnumerkin og þú átt það til að vera aðeins á undan með hugmyndir og skoðanir. Fólk getur ekki alltaf haldið í við þig en það er í þínu eðli að hafa alla í lífspartíi þínu. Þú átt erfitt með að vera leiðinlegur og skaprauna fólki. Þú þarft að nota þína snilligáfu til þess að aftengja þig frá þeim sem spila ekki sömu tegund af músík og þú. Hægt og rólega þarft þú að taka inn nýja orku og nýja vini eða breyta áherslum um hvern þú umgengst ef þér finnst þú vera fastur, því það fer þér svo rosalega illa. Það er búið að vera svo rosalega mikið að gerast síðustu mánuð og mikið álag á þér en auðveldara verður það ekkert, svo þú munt uppskera ríkulega. Þú átt eftir að komast svo langt áfram á kímnigáfu þinni og óvenjulegum hugmyndum að maður getur ekki orðið nema bara hissa. Þú hefur það afl að hafa svo mikið sjálfstraust til að vera algjörlega þú sjálfur bæði í ást og vinnu og þú ert að fara á tímabil sigurvegarans. Ég veit að þetta er kraftmikil spá og mikil jákvæðni í henni fólgin því að það eru sumir þarna úti búnir að vinna yfir sig. Það er mikilvægt fyrir þig elskan mín að hvíla þig til að endurnæra líkama þinn svo þú getir tekið þátt í þessu dásamlega leikriti lífsins, því þar ert þú í aðalhlutverki. Mottó-ið er: Simply the best – hlustaðu helst á þetta lag alla morgna.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira