Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - ÍR 71-74 | ÍR vann Þór í Þorlákshöfn og það í spennuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2017 21:00 Matthías Orri Sigurðarson Vísir/Ernir ÍR vann frábæran sigur á Þór Þ., 74-71, í spennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og var frábær stemning í höllinni. Liðin skiptust á að leiða í leiknum en ÍR var sterkara liðið undir lokin. Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni og berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þau eru bæði með 20 stig. Tobin Carberry skoraði 27 stig fyrir Þór og Danero Thomas var með 21 stig fyrir ÍR. Matthías Orri gerði einnig 21 stig fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Gestirnir voru einhvern veginn bara harðari og virtust vilja þennan sigur meira undir lokin. Þórsarar tóku of oft rangar ákvarðanir og voru ekki almennilega tengdir. Bæði lið byrjuðu mjög illa sóknarlega og náðu sér í raun aldrei á strik á þeim enda vallarins. Það var sterkur varnarleikur sem vann þennan leik.Bestu menn vallarins Þegar varnarleikur er svona mikilvægur er gott að hafa mann undir körfunni sem tekur mörg fráköst. Það gerði Quincy Hankins-Cole en hann tók 16 fráköst og skoraði 14 stig. Annars var Danero Thomas mjög góður í liði ÍR og það sama má segja um Matthías Orra. Í liði Þórs var það Tobin Carberry sem var bestur og gerði hann 27 stig.Hvað gekk illa ? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var mjög dapur í allt kvöld og er það eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða. Þórsarar þurfa að taka betri og skynsamari ákvarðanir og ÍR-ingar í raun líka.Þór Þ.-ÍR 71-74 (10-12, 24-16, 22-23, 15-23)Þór Þ.: Tobin Carberry 27/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0, Sigurður Jónsson 0. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/7 fráköst, Danero Thomas 21/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 0/6 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Ólafur Barkarson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Dovydas Strasunskas 0, Daði Berg Grétarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0. Matthías: Erum að detta í úrslitakeppnisgír„Þetta var svakalegur leikur og rosalega harður varnarleikur,“ segir Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn. „Hvorugt liðið gat skorað hérna í fyrsta leikhluta og það var í raun lítið skorað allan leikinn. Bæði lið spiluðu fáránlega harða vörn og sem betur fer náðum við að komast aðeins yfir undir lokin og klára dæmið.“ Matthías segir að hann hafi vorkennt dómurum leiksins að hafa þurft að dæma í Þorlákshöfn í kvöld, leikurinn hafi verið það harður. „Þetta er bara fínt fyrir okkur. Við erum bara að detta í úrslitakeppnisgír með svona leikjum.“ Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR, var mætt á leikinn og létu heldur betur heyra í sér. „Þetta gerir svo ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum bara á heimavelli og fundum það strax, um leið og við mættum inn á gólfið. Þeir eiga mikið hrós skilið.“ Borche: Bekkurinn kom sterkur inn„Við erum alveg hrikalega sáttir með þessi úrslit. Þetta varð erfiður leikur fyrir bæði lið og mjög spennandi,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Bæði lið fundu fyrir pressu og því var þetta aldrei neitt sérstaklega fallegur leikur. Það var bara mikil spenna og andlega var þetta mjög erfiður og spennandi leikur. Við náðum góðu áhlaupi undir lokin og það skipti sköpum. Einnig fengum við frábært framlag frá varamannabekknum og ég er gríðarlega ánægður með liðið.“ Hann segist hafa reynt að hvíla menn á réttum tímapunkti undir lokin og hafa sem flesta sem ferskasta. „Ég vil bara óska Þórsurum góðs gengis í næstu leikjum. Með þessum sigri erum við bara mjög nálægt því að komast í úrslitakeppnina en við þurfum að halda þessu áfram.“ Einar Árni: Það sást vel að mikið var undir„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þessi úrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir tapið í kvöld. „Það var bara mikið undir í kvöld og það sást á leiknum. Heilt yfir vorum við góðir varnarlega í fyrri hálfleiknum en vandinn varnarlega í leiknum var að þeir náðu í of mörg sóknarfráköst.“ Einar segir að liðið hafi náð ágætu forystu í upphafi síðari hálfleiksins en hún hafi horfið allt of hratt. „Þetta var síðan bara járn í járn í restina og því miður datt þetta þeirra megin. Við þurfum mjög líklega að ná í tvö stig úr þessum tveimur síðustu leikjum til að komast í úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á Þór Þ., 74-71, í spennandi leik í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og var frábær stemning í höllinni. Liðin skiptust á að leiða í leiknum en ÍR var sterkara liðið undir lokin. Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni og berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þau eru bæði með 20 stig. Tobin Carberry skoraði 27 stig fyrir Þór og Danero Thomas var með 21 stig fyrir ÍR. Matthías Orri gerði einnig 21 stig fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Gestirnir voru einhvern veginn bara harðari og virtust vilja þennan sigur meira undir lokin. Þórsarar tóku of oft rangar ákvarðanir og voru ekki almennilega tengdir. Bæði lið byrjuðu mjög illa sóknarlega og náðu sér í raun aldrei á strik á þeim enda vallarins. Það var sterkur varnarleikur sem vann þennan leik.Bestu menn vallarins Þegar varnarleikur er svona mikilvægur er gott að hafa mann undir körfunni sem tekur mörg fráköst. Það gerði Quincy Hankins-Cole en hann tók 16 fráköst og skoraði 14 stig. Annars var Danero Thomas mjög góður í liði ÍR og það sama má segja um Matthías Orra. Í liði Þórs var það Tobin Carberry sem var bestur og gerði hann 27 stig.Hvað gekk illa ? Sóknarleikurinn hjá báðum liðum var mjög dapur í allt kvöld og er það eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða. Þórsarar þurfa að taka betri og skynsamari ákvarðanir og ÍR-ingar í raun líka.Þór Þ.-ÍR 71-74 (10-12, 24-16, 22-23, 15-23)Þór Þ.: Tobin Carberry 27/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0, Sigurður Jónsson 0. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/7 fráköst, Danero Thomas 21/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 0/6 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Ólafur Barkarson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Dovydas Strasunskas 0, Daði Berg Grétarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0. Matthías: Erum að detta í úrslitakeppnisgír„Þetta var svakalegur leikur og rosalega harður varnarleikur,“ segir Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn. „Hvorugt liðið gat skorað hérna í fyrsta leikhluta og það var í raun lítið skorað allan leikinn. Bæði lið spiluðu fáránlega harða vörn og sem betur fer náðum við að komast aðeins yfir undir lokin og klára dæmið.“ Matthías segir að hann hafi vorkennt dómurum leiksins að hafa þurft að dæma í Þorlákshöfn í kvöld, leikurinn hafi verið það harður. „Þetta er bara fínt fyrir okkur. Við erum bara að detta í úrslitakeppnisgír með svona leikjum.“ Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR, var mætt á leikinn og létu heldur betur heyra í sér. „Þetta gerir svo ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum bara á heimavelli og fundum það strax, um leið og við mættum inn á gólfið. Þeir eiga mikið hrós skilið.“ Borche: Bekkurinn kom sterkur inn„Við erum alveg hrikalega sáttir með þessi úrslit. Þetta varð erfiður leikur fyrir bæði lið og mjög spennandi,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Bæði lið fundu fyrir pressu og því var þetta aldrei neitt sérstaklega fallegur leikur. Það var bara mikil spenna og andlega var þetta mjög erfiður og spennandi leikur. Við náðum góðu áhlaupi undir lokin og það skipti sköpum. Einnig fengum við frábært framlag frá varamannabekknum og ég er gríðarlega ánægður með liðið.“ Hann segist hafa reynt að hvíla menn á réttum tímapunkti undir lokin og hafa sem flesta sem ferskasta. „Ég vil bara óska Þórsurum góðs gengis í næstu leikjum. Með þessum sigri erum við bara mjög nálægt því að komast í úrslitakeppnina en við þurfum að halda þessu áfram.“ Einar Árni: Það sást vel að mikið var undir„Ég er gríðarlega vonsvikinn með þessi úrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir tapið í kvöld. „Það var bara mikið undir í kvöld og það sást á leiknum. Heilt yfir vorum við góðir varnarlega í fyrri hálfleiknum en vandinn varnarlega í leiknum var að þeir náðu í of mörg sóknarfráköst.“ Einar segir að liðið hafi náð ágætu forystu í upphafi síðari hálfleiksins en hún hafi horfið allt of hratt. „Þetta var síðan bara járn í járn í restina og því miður datt þetta þeirra megin. Við þurfum mjög líklega að ná í tvö stig úr þessum tveimur síðustu leikjum til að komast í úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira