Í nafni samstöðu Ellert B. Schram skrifar 1. mars 2017 07:00 Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun