Tímamótatáningur fyrir franska landsliðið í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 18:00 Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry. Vísir/Getty Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira