Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 16. mars 2017 21:15 Justin Shouse kom til baka inn í Stjörnuliðið og skilaði 17 stigum á 22 mínútum. Vísir/Hanna Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira