„Hleranir geta þýtt ýmislegt,“ sagði Trump í viðtalið við Fox News í nótt að íslenskum tíma en tvær vikur eru frá því að Trump setti fram ásakanirnar í röð tísta sem valdið hafa miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum.
Þá boðaði Trump að „athyglisverðar upplýsingar“ kæmu fram á næstu tveimur vikum eða svo án þess að fara nánar út í það. Obama hefur þvertekið fyrir að höfuðstöðvar Trump hafi verið hleraðar.
Í gær sagði formaður njósnamálanefndar Bandaríkjaþings, og samflokksmaður Trump, að nefndin hafi ekki séð neinar vísbendingar sem renni stoðum undir ásakanir Trump en nefndin hefur rannsakað málið að undanförnu.