Menntastefna í mótun Skúli Helgason skrifar 16. mars 2017 07:00 Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun