Gamla fólkið og geðlyfin - athugasemd við fréttir Sigrún Hulld Þorgrímsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun