Þegar Volkswagen varð verðmætasta félag í heimi Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 15:00 Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun