Jason endurkjörinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 13:30 Jason var endurkjörinn. Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira