Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. mars 2017 15:17 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun