Kobbi krókur og réttarríkið Sigurður Árni Þórðarson skrifar 10. mars 2017 07:00 Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun