Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:52 Mynd sem flugfarþegi tók í flugstöðinni rétt í þessu. Twitter Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira