Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 29. mars 2017 10:45 Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar